Skoplegu hliðarnar á óléttunni

Steinunn Edda Steingrímsdóttir.
Steinunn Edda Steingrímsdóttir. mbl.is

Meðganga getur tekið á og þá er stundum gott að kvarta eða jafnvel gera grín að sjálfri sér. Margt getur hrjáð konur á meðgöngu og þær geta meðal annars fengið bakverk, bjúg, brjóstsviða, hægðatregðu, ógleði, kláða í húð, sinadrátt, grindargliðnun, togverk í nára, útferð, þreytu, æðahnúta og eru sípissandi.

Sú kona sem nú situr sveitt í sófanum heima hjá sér að drepast úr grindargliðnun og kemst ekki í skóna sína vegna bjúgs og af því hún nær ekki niður á tær, hefur leyfi til að kvarta. Hún er föst í eigin líkama og sál og með því að pústa er hún engan veginn að gera lítið úr  vandamálum annarra kvenna sem ekki geta átt börn.

Stundum er best að gera grín að sjálfri sér og reyna að sjá skoplegu hliðarnar á óléttunni. Það reyndi Steinunn Edda Steingrímsdóttir sem nýlega skrifaði pistil þar sem hún gerir grín að sjálfri sér og sinni meðgöngu og kvartaði hún meðal annars yfir því að komast ekki í Converse-skóna sína.

Skemmst er frá því að segja að yfir hana reið holskefla af athugasemdum frá konum sem vönduðu henni ekki kveðjurnar. Aðrar skildu hana vel.

Nánar má lesa um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert