Umfangsmiklar aðgerðir í Ártúnsbrekku

Unnið er að því að hreinsa möl og koma bílnum …
Unnið er að því að hreinsa möl og koma bílnum aftur á réttan kjöl. mbl.is/Árni Sæberg

Stór hópur björgunarliðs er nú í Ártúnsbrekku þar sem unnið er að því að koma vöruflutningabíl á réttan kjöl. Bíllinn valt á níunda tímanum í morgun, en möl sem hann flutti dreifðist um stóran hluta vegarins. Verið er að hreinsa mölina og er vegurinn enn lokaður upp til austurs meðan á aðgerðum stendur. 

Uppfært: Opnað verður fyrir umferð um veginn um klukkan tólf á hádegi samkvæmt tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Miklar tafir eru á umferð í borginni og er bíll við bíl á helstu götum í nágrenninu, svo sem á Breiðholtsbraut, Stekkjarbakka og upp að Suðurlandsvegi. Margir eru á leiðinni úr bænum en umferðin hreyfist afar hægt.

Frétt mbl.is: Ártúnsbrekka lokuð í austurátt

Lokunin gæti varað í allt að þrjár klukkustundir.
Lokunin gæti varað í allt að þrjár klukkustundir. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild, en vakthafandi læknir vill engar upplýsingar veita um líðan hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir um klukkustund síðan kom fram að lokunin gæti staðið í allt að þrjár klukkustundir meðan hreinsun og rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.

Strætó bendir farþegum á að tafir gætu orðið á akstri vagna í dag, enda þurfa þeir að aka aðra leið að Ártúni en venjulega. 

Flutningabifreið fór á hliðina rétt í þessu á Vesturslandsvegi í Ártúnsbrekku, á leið austur (upp Ártúnsbrekku). Bifreið...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, July 25, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert