Ragnheiður Sara leiðir fyrir lokadaginn

Ragnheiður Sara er efst í kvennaflokki fyrir síðasta keppnisdaginn.
Ragnheiður Sara er efst í kvennaflokki fyrir síðasta keppnisdaginn. Ljósmynd/Ragnheiður Sara

Í dag er lokadagurinn á heimsleikunum í Crossfit sem haldnir eru í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir leiðir í kvennaflokki fyrir lokadaginn þar sem keppt verður í tveimur greinum, Midline Madness og TBA. Hún er með 589 stig og er því 20 stigum á undan Köru Webb sem er í öðru sæti.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er svo í þriðja sætinu aðeins 13 stigum á eftir Webb. Annie Mist Þórisdóttir er í 19. sæti með 410 stig.

Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í 5. sæti með 527 stig en efstir trónir Ben Smith með 663 stig. 

Sjá stigatöflu mótsins hér.

Hér að neðan má fylgjast með heimsleikunum í beinni útsendingu.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/K2Cm1wMgXLg" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert