Tafir á umferð vegna framkvæmda

Malbikunarvinna. Mynd úr safni.
Malbikunarvinna. Mynd úr safni. mbl.is/Rósa Braga

Unnið verður við malbikun á Grandagarði, frá Járnbraut að Grandakaffi milli klukkan 12.00 og 16.00 í dag. 

 Aðeins einni akrein verður lokað í einu og verður umferð stýrt, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í dag mánudaginn 27. júlí milli kl 19:00 og 21:00 verður unnið við malbikun á Fjarðarhrauni, frá ljósum við Hólshraun að gatnamótum við Stakkahraun. Hjáleiðir verða um Bæjarhraun og um Reykjavíkurveg.

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.                       

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert