Andlát: Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson

Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson
Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson

Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, lést 23. júlí á Landspítalanum á Hringbraut eftir stutta legu.

Vilhjálmur fæddist 24. júní árið 1932 og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Halla Bjarnadóttir frá Leiðólfsstöðum í Flóa og Vilhjálmur Páll Vilhjálmsson frá Tungu í Önundarfirði.

Vilhjálmur var 16 ára gamall þegar faðir hans lést og hætti þá Vilhjálmur í skóla til að hjálpa móður sinni og var lengi fyrirvinna heimilisins. Hann vann lengi hjá Pósti og síma, fyrst sem símvirki og síðan sem deildarstjóri og fulltrúi. Hann flutti til Danmerkur árið 1977 og vann þar við sölu- og kennslustörf en hann flutti aftur heim árið 1979. Þá var hann starfsmaður í málefnum heyrnarlausra frá 1980-1985 og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri getspá frá 1986-1999. Frá 1993-1999 sat hann í stjórn og framkvæmdastjórn Víkingalottós. Einnig var Vilhjálmur leiðbeinandi á Dale Carnegie-námskeiðum hjá Stjórnunarskólanum 1973 til 1980.

Vilhjálmur lét mikið til sín taka í félagsstörfum. Hann var í stjórn Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra frá 1966-1984, þar af formaður frá 1966-1969. Þá var hann í stjórn Félags íslenskra símamanna 1964-1974 og ritstjóri Símablaðsins 1968-1974. Hann var formaður Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu frá 1977 og í stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga frá 1998. Jafnframt var hann í stjórn Öryrkjabandalags Íslands frá 1981-1986, þar af formaður 1983-1 986.

Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Guðrún Árnadóttir, fædd árið 1933. Börn þeirra eru Vilhjálmur Guðmundur, Jóhanna Sigríður, Haukur og Unnur.

Útför Vilhjálms verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13:00.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert