Sjá fram á verulegar verðlækkanir

„Þetta er þyngsta byrjun á makrílvertíð sem við höfum farið inn í frá því að veiðar úr stofninum hófust,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Hann segir mjög þungt vera yfir makrílmörkuðum, gjaldeyrishöft og efnahagsástand í Nígeríu valdi miklum skaða og rólegt sé yfir Rússlandsmarkaði.

Veiðarnar sjálfar ganga vel og er töluvert magn af makríl komið upp að landinu fyrir austan að því er Gunnþór segir í umfjöllun um makrílvertíðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert