Einn annasamasti dagur ársins í vínbúðunum

Röð við Vínbúðina í Skeifunni.
Röð við Vínbúðina í Skeifunni. mbl.is/Eggert

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Og dagurinn í dag, föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi, er jafnan annasamasti dagur þeirrar viku.

Í fyrra komu um 128 þúsund viðskiptavinir í verslanir ÁTVR í vikunni fyrir verslunarmannahelgina og alls seldust um 724 þúsund lítrar af áfengi. Til samanburðar komu rúmlega 100 þúsund viðskiptavinir í ÁTVR í síðustu viku, þ.e. vikuna 20.-27. júlí, og þá seldust um 481 þúsund lítrar af áfengi.

Í fyrra komu 42 þúsund viðskiptavinir á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og komu þeir flestir á milli kl. 16 og 18, eða allt að 7.000 viðskiptavinir á klukkustund, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert