Bang & Olufsen-verslun opnuð í Reykjavík

Valur Kristófersson.
Valur Kristófersson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samningur milli Ormsson og danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen var undirritaður í mars og verður sérstök Bang & Olufsen-verslun opnuð í Lágmúla 8 í Reykjavík næstkomandi laugardag.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Valur Kristófersson, sölustjóri Bang & Olufsen á Íslandi, að fyrirtækið hafi brugðist við efnahagshruninu með því m.a. að leggja áherslu á svonefnda Beo Play-línu, sem er stíluð á yngri kaupendahópinn með tækjum á borð við heyrnartól og bluetooth-hátalara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert