Flugu með veikt barn til Kaupmannahafnar

TF-SIF
TF-SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kom til landsins um þrjú leytið í nótt eftir að hafa flogið með grænlenskt barn á sjúkrahús í Kaupmannahöfn í gær.

Landhelgisgæslunni í gærmorgun beiðni frá dönskum yfirvöldum gegnum Landspítalann um sjúkraflug til Danmerkur með ungt barn frá Grænlandi sem koma þurfti skjótt undir læknishendur í Danmörku. Barnið hafði verið flutt til Íslands frá Grænlandi á sunnudag.

Brást Landhelgisgæslan skjótt við og var þegar kölluð út áhöfn af frívakt á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF en flugvélin snéri heim á sunnudag frá Grikklandi eftir þriggja mánaða dvöl á Grikklandi og Ítalíu við landamæraeftirlit fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins.

Lagði TF-SIF af stað áleiðis til Danmerkur skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær og lenti hún á níunda tímanum í Kaupmannahöfn með barnið. Var flogið strax aftur heim til Íslands og lent hér eins og áður sagði um þrjú í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert