Áfram flugeldasýningar

Hörpureiturinn er einn margra í miðborg Reykjavíkur þar sem mikil …
Hörpureiturinn er einn margra í miðborg Reykjavíkur þar sem mikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu misserum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Allt stefnir í að  að byggingar verði risnar á Hörpureitnum næsta sumar, þar sem flugeldum hefur verið skotið upp á Menningarnótt undanfarin ár. Því verði að finna nýja staðsetningu undir flugeldasýninguna en að hún verði að öllum líkindum ekki í miðbænum sjálfum.

Flugeldasýningin, sem verður klukkan 23, verður með óvenjulegu sniði í ár. Hún verður hluti af dansverki eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur, og ber nafnið Stjörnubrim og himinninn kristallast. Í október munu Íslenski dansflokkurinn og Sigríður Soffía síðan endurskapa flugeldasýninguna á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sigríður Soffía sagði við mbl.is í gær að flugeldasýningin í ár yrði sennilega sú síðasta í miðborginni.

Einar Bárðason segir í að ekki sé um endalok flugeldasýningarinnar að ræða heldur stefni allt í að byggingar verði risnar á Hörpureitnum næsta sumar, þar sem skotið hefur verið upp undanfarin ár. Því verði að finna nýja staðsetningu undir flugeldasýninguna en að hún verði að öllum líkindum ekki í miðbænum sjálfum. Ekki hafa verið útfærðar neinar hugmyndir í þeim efnum en Einar reiknar með að farið verði að skoða hvaða möguleikar bjóðist við skipulagningu næstu Menningarnætur.

Mikil áhersla er lögð á aðgengis- og öryggismál og koma margir hagsmunaaðilar að skipulagningu og samráði um nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur og fleiri þáttum.

Síðasta flugeldasýningin í miðbænum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert