Unnið að rannsóknum í sumar vegna 26 orkukosta

Frumhönnun Hrafnabjargavirkjunar í Skjálfandafljóti gerir ráð fyrir því að vatnið …
Frumhönnun Hrafnabjargavirkjunar í Skjálfandafljóti gerir ráð fyrir því að vatnið sé tekið af Aldeyjarfossi. mbl.is/RAX

Faghópar á vegum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar vinna að rannsóknum vegna umfjöllunar um 26 orkukosti og tilheyrandi náttúrusvæði.

Verkefnisstjórnin hefur skamman tíma til að vinna að mati orkukosta og röðun og ákvað að hafa þá virkjanakosti í forgangi sem eru í biðflokki í gildandi rammaáætlun og lagðir voru fram af orkufyrirtækjum eða í samvinnu við þau.

Meðal þeirra virkjana sem faghóparnir tóku til faglegrar umfjöllunar eru Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun í Skagafirði, Hrafnabjargavirkjun í Skjálfandafljóti, Hólmsárvirkjun, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Neðri-Þjórsá, Hagavatnsvirkjun og Stóra-Laxá, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert