Umferðaróhapp og þjófnaðir

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Reiðhjólamaður ók á bifreið við Hamratanga/Bogatanga í dag. Atvikið var tilkynnt til lögreglu kl. 16.48 og sjúkrabifreið var send á staðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar er ekki að finna upplýsingar um ástand þeirra sem áttu hlut að máli.

Kl. 12.45 stöðvaði lögregla bifreið á Stekkjarbakka, en ökumaður er grunaður um vímuefnaakstur, vörslu vímuefna, brot á lyfjalögum og brot á vopnalögum.

Tilkynnt var um þrjá þjófnaði í verslunum í dag; einn í Vesturbænum, einn í Austurbænum og einn í umdæmi lögreglu í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr bílageymslu og eignaspjöll vegna tilraunar til innbrots á höfuðborgarsvæinu í dag, og einnig um möl sem hafði fallið af vörubifreið á Breiðholtsbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert