Búist við lakari dilkum í haust

Frekar er búist við að dilkar verði lakari við slátrun í haust en undanfarin ár. Það er vegna erfiðs vors og kulda og rigninga í sumar og haust.

Of snemmt er þó að fullyrða um það, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Nú eru uppskerustörfin að hefjast í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð.

Réttir hefjast um aðra helgi, 5. og 6. september, aðallega þó á Norðurlandi. Raunar eru allra fyrstu réttirnar á morgun, laugardag, þegar smalað er beitarhólf og réttað í Rugludalsrétt í Blöndudal, eins og sést á réttalistanum sem Bændasamtök Íslands hafa tekið saman og birtist í Bændablaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert