Leita þarf annarra leiða við nemendaval

Prúðbúnir nemendur Verslunarskólans.
Prúðbúnir nemendur Verslunarskólans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinsælir framhaldsskólar, eins og t.d. Verzlunarskóli Íslands, hafa hingað til stuðst við einkunnir í samræmdu prófunum til að velja inn nemendur.

Í vor hafnaði skólinn t.d. fjölmörgum nemendum með yfir 9 í meðaleinkunn og hafa prósentubrot skilið á milli þess hvort nemandi kemst inn í skólann eða ekki.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir skólastjóri skólans að með nýju einkunnakerfi í 10. bekk, sem byggir á svokallaðri hæfnieinkunn, hafi skólinn ekki lengur neitt tæki í höndunum til að velja inn nemendur og því þurfi að leita annarra leiða. Þær gætu annaðhvort verið inntökupróf í skólann eða að samræmdu prófin yrðu notuð í þessum tilgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert