Kanna vindmyllukosti í Eyjafirði

Maurice Zschirp og Gerður Pálmarsdóttir hjá EAB New Energy, sem …
Maurice Zschirp og Gerður Pálmarsdóttir hjá EAB New Energy, sem áformar vindorkugarð á Íslandi

Þýska orkufyrirtækið EAB New Energy hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Fallorku á Akureyri um að kanna möguleika í Eyjafirði til uppbyggingar á vindmyllum til raforkuframleiðslu.

Fyrirtækið hefur gert svipað samkomulag við Rangárþing ytra og fyrir bæjarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sem ekki hefur verið skrifað undir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, að um almenna yfirlýsingu sé að ræða og ekki skuldbindandi af hálfu Fallorku. Verið sé að skoða nokkra möguleika og engin ein staðsetning verið ákveðin umfram aðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert