Gömlu haustverkin á Árbæjarsafni

Gestum Árbæjarsafns gafst í dag kostur á því að kynna sér hefbundin haustverk eins og þau voru á árum áður, t.d. að sjóða og sulta, prjóna og steikja, og margt annað. Þá var eldsmiður að störfum í einum bænum.

Klukkan 14 var haldin guðsþjónusta í Árbæjarsafnskirkju og eftir hana var efnt til tónleika með Huga Jónssyni barítón og Kára Allanssyni orgelleikara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert