Bráðabirgðabrú eftir tvær vikur

Bráðabirgðabrúin verður um fimmtíu metrum fyrir neðan gamla brúarstæðið.
Bráðabirgðabrúin verður um fimmtíu metrum fyrir neðan gamla brúarstæðið. Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson

Bráðabirgðabrú verður byggð yfir Vatnsdalsá við bæinn Grímstungu í Vatnsdal og er stefnt að því að hún verði tilbúin eftir um tvær vikur. Verið er að ljúka við að fjarlægja brúna sem hrundi nýlega en nýju brúnni verður komið fyrir um fimmtíu metrum fyrir neðan gamla brúarstæðið.

Að sögn Aron Bjarnasonar, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni, verður brúin svipuð og sú sem sett var upp til bráðabirgða í Múlakvísl.

Brúin yfir Múlakvísl fór í sundur í jökulhlaupi árið 2011 og leysti varanleg brú bráðabirgðabrúna af hólmi um þremur árum síðar. Um er að ræða grjótbúkka uppi í landi, staura við bakkana og stálbita yfir ána.

„Þetta er til bráðabirgða en tilhneigingin með bráðabirgðabrýr, sérstaklega á umferðarminni vegum, er sú að þær vilja standa lengur en ætlunin var,“ segir Aron. Hann segist ekki vita hvenær varanleg brú verði byggð yfir ána, það verði ekki fyrr en Vegagerðin fær fjármagn til verkefnisins.

Frétt mbl.is: Bændur í Vatnsdalnum áhyggjufullir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert