Var við drykkju undir stýri

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rúmlega þrítug kona var handtekin í austurbæ Hafnarfjarðar um klukkan 13:20 í dag eftir að bifreið hennar var ekið á stóla í götunni. Þegar lögregla kom á vettvang sat konan undir stýri bifreiðarinnar og var þar við drykkju. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Konan veitti mótþróa við handtöku en hún hafði áður verið svipt ökuréttindum. Konan var vistuð í fangageymslu og verður skýrsla tekin af henni þegar ástand hennar lagast.

Um klukkustund síðar stöðvuðu lögreglumenn í eftirlitsferð á Bústaðarvegi akstur bifreiðar sem var á röngum skráningarmerkjum. Í bifreiðinni voru tveir þekktir brotamenn milli tvítugs og þrítugs og var ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt dagbók lögreglunnar eru mennirnir einnig grunaðir um innbrot og voru þeir báðir vistaðir í fangageymslum. Þeir munu þurfa að svara fyrir þau brot sem þeir eru grunaðir um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert