Búið að slökkva eldinn

Enginn var inni í íbúð í fjölbýlishúsi í Gvendargeisla 21 í Grafarholti í Reykjavík er eldur kom þar upp í dag. Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði út frá potti sem hafði gleymst á eldavél. Eldurinn hafði læst sig í eldhúsinnréttinguna en hafði sem betur fer ekki komist fram á gang hússins og því engar skemmdir á öðrum íbúðum.

Hins vegar eru nokkuð miklar skemmdir á þeirri íbúð þar sem eldurinn kviknaði, m.a. vegna sóts og reyks. 

Í stigaganginum eru 20 íbúðir. Lögreglan rýmdi stigaganginn en mikill viðbúnaður var vegna tilkynningarinnar um eldinn og lið frá öllum stöðvum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent á staðinn. 

Greiðlega gekk að slökkva eldinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert