Sækja slasaða göngukonu

Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitamenn frá Jökuldal og Egilsstöðum sækja nú slasaða konu sem var í göngu með hóp sunnan við Eyjabakkafoss, austan við Snæfell. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir er konan ekki alvarlega slösuð, líklegast snúin á ökkla. Hún treysti sér ekki til að ganga lengra.

Björgunarsveitir fóru á staðinn á bílum og fjórhjólum og var konan flutt á einu slíku um kílómetra leið niður að björgunarsveitabíl sem flytur hana til byggða, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert