Tekinn við formennskunni

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason er tekinn við sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins af Þórunni Egilsdóttur sem hefur gegnt embættinu það sem af er þessu ári. Hann er jafnframt hættur sem aðstoðarmaður forsætisráðherra. 

Samþykkt var á fundi þingflokksins í gær að Ásmundur Einar tæki við núna. Það lá þó fyrir strax þegar Þórunn tók við embættinu í janúar eftir að Sigrún Magnúsdóttir tók við umhverfisráðuneytinu að Ásmundur yrði þingflokksformaður í sumar.

Sjálfur segist Ásmundur Einar ekki vita hvort að einhver taki við stöðu hans í forsætisráðuneytinu en maður komi í manns stað.

„Ég var þarna í ákveðnum sérverkefnum. Nú tek ég bara við þingflokksformennskunni og einbeiti mér að því enda mikið framundan í þinginu í vetur og bara gaman að takast á við það,“ segir Ásmundur Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert