Bráðamóttakan endurnýjuð

mbl.is/Skapti.

Sameinuð móttaka myndgreiningadeildar og bráðamóttöku og endurbætt húsnæði deildanna var formlega tekin í notkun í gær. Markmiðið með þessum breytingum er að auka og bæta þjónustuna við þann stóra hóp sem þangað leitar ár hvert, en sá hópur fer ört stækkandi.

Fram kemur á vef Sjúkrahússins á Akureyri, að miklar breytingar hafi staðið yfir undanfarið ár í þessum húsakynnum en markmiðið var að endurnýja húsnæði bráðamóttökunnar og endurbæta hluta af húsnæði myndgreiningardeildar. Einnig að koma á sameiginlegri móttöku þessara tveggja deilda.

„Aðstaða fyrir starfsfólk og sjúklinga hefur breyst til muna. Öllum sjúklingum sem leita til bráðamóttöku er nú forgangsraðað en markmiðið með því er fyrst og fremst að tryggja öryggi sjúklinga og meta ástand þeirra sem leita á bráðamóttöku fljótt á kerfisbundinn hátt,“ segir á vef sjúkrahússins.

Framkvæmdir hófust í lok apríl 2014 og lauk í júlí 2015

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert