Fjölbreytt dagskrá í Reykjanesbæ

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 16. sinn í gær. Leik- og grunnskólabörn bæjarins aðstoðuðu við opnun hátíðarinnar en hún mun standa fram á sunnudag.

Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að mjög fjölbreytt dagskrá standi gestum hátíðarinnar til boða en á dagskránni er m.a. að finna fjöldann allan af listasýningum, árgangagöngu, flugeldasýningu og vel valda kafla úr tónlistarviðburðinum Sveitapiltsins draumur, Rúnar Júl 70 ára.

Búist er við allt að 20 þúsund gestum í ár, að sögn Valgerðar, sem er svipaður fjöldi og á undanförnum árum. Fjöldi gesta ræðst þó endanlega af veðri að sögn Valgerðar en fjölmennur hópur borgarbúa sækir Reykjanesbæ heim vegna hátíðarinnar ár hvert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert