Gunnar mætir Brasilíumanni í Vegas

Feðgarnir Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson.
Feðgarnir Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson. mbl.is/Eva Björk

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun mæta Demian Maia í UFC-bardaga sem fer fram 12. desember nk. í MGM Grand Arena í Las Vegas. Gunnar og Mala eru sagðir tveir af bestu glímumönnum deildarinnar.

Þetta kemur fram á vef MMA Viking.

Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, segir að Gunnar sé afar áhugasamur um að taka þátt í UFC 194. Aðalbardagi kvöldsins verður á milli Conor McGregor og Jose Aldo.

Síðasti bardagi Gunnars var gegn Bandaríkjamanninum Brandon Thatch í júlí og það tók Gunnar ekki nema þrjár mínútur að leggja Thatch að velli.

Gunnar hefur unnið 14 bardaga en tapað einum. Einu sinni hefur orðið jafntefli. 

Maia er 37 ára gamall Brasilíumaður hefur unnið þrjá bardaga í röð. Hann hefur alls unnið 21 bardaga en tapað sex. Bandaríkjamaðurinn Rick Story er á meðal þeirra sem Mala hefur sigrað, en Story er sá eini sem Gunnar hefur lotið í lægra haldi fyrir. 

<blockquote class="twitter-tweet">

What a fight!! <a href="https://twitter.com/demianmaia">@demianmaia</a> vs. <a href="https://twitter.com/GunniNelson">@GunniNelson</a> official for <a href="https://twitter.com/hashtag/UFC194?src=hash">#UFC194</a> on Dec 12. Ready for a jiu-jitsu clinic?! <a href="http://t.co/jA4gpXglLc">pic.twitter.com/jA4gpXglLc</a>

— UFC Europe (@UFCEurope) <a href="https://twitter.com/UFCEurope/status/639785033914421249">September 4, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert