Femínismi og marxismi fyrir þingmenn

Biskup og prestar ganga á undan þingmönnum við setningu Alþingis.
Biskup og prestar ganga á undan þingmönnum við setningu Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki hafa allir þingmenn áhuga á að mæta til messu fyrir setningu Alþingis og mun lífsskoðunarfélagið Siðmennt bjóða þeim til hugvekju á Hótel Borg á morgun í áttunda skipti. Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, sem hefur fjallað um samband siðfræði og stjórnspeki úr frá femínískum og marxískum kenningum flytur hugvekjuna.

Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk meistaragráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ, að því er kemur í tilkynningu frá Siðmennt. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“.

Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Félagið óskaði eftir breytingum á þeirri hefð í kringum setningu Alþingis að þingmenn gangi til messu með bréfi til forseta Alþingis í janúar 2011.

„Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim,“ sagði meðal annars í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert