Flókið og erfitt viðfangs

Allir þurfa að koma að lausn á vanda vinnumarkaðarins.
Allir þurfa að koma að lausn á vanda vinnumarkaðarins. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það er að mörgu leyti jákvæður tónn. Ríkur vilji er til að reyna að finna lausn. Að sama skapi er ljóst að viðfangsefnið er flókið og erfitt við að eiga,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna í viðræðum heildarsamtaka á vinnumarkaði.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að reynt sé með öllum ráðum að ná samkomulagi um lausn á þeim bráða vanda sem kominn er upp í kjölfar úrskurðar gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM í seinasta mánuði.

Gerðardómurinn og nýjar tölur um launaþróun einstakra stétta hafa hleypt vinnumarkaðinum í uppnám, þar sem um mun meiri launahækkanir er að ræða en samið var um á almenna vinnumarkaðinum. Jafnframt er þess freistað að ná sátt um að innleiða nýtt vinnumarkaðslíkan, sem fest verði í sessi á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka