Skriður á mokstri í Mánárskriðum

Verktakar og Vegagerðin hafa mokað burtu af Siglufjarðarvegi gríðarlegu magni …
Verktakar og Vegagerðin hafa mokað burtu af Siglufjarðarvegi gríðarlegu magni af drullu og grjóti síðustu vikur. Er verkinu loks að ljúka. mbl.is/Örn Þórarinsson

Góður skriður er kominn á hreinsun á Siglufjarðarvegi í Mánárskriðum eftir að gríðarleg aurflóð féllu þar fyrir tæpum mánuði.

Vegagerðin fékk verktaka frá Siglufirði og Skagafirði til að hreinsa veginn og hefur það tekið sinn tíma. Elstu menn muna ekki eftir jafn miklum aurskriðum á þessum slóðum, segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri.

Í miklu úrhelli í lok ágústmánaðar féllu skriðurnar á löngum köflum á Siglufjarðarvegi, sitt hvorum megin Strákaganga. Veginum var lokað og tók það verktakana 5-6 daga að komast í gegnum mestu skriðurnar áður en hægt var að hleypa á umferð um veginn að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert