Náðu að veiða kvóta ársins

Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú bundnir við bryggju.
Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú bundnir við bryggju. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalskip Hvals hf. veiddu 155 langreyðar á vertíðinni sem lauk í gær. Kvóti ársins var 154 dýr, auk þess kvóta sem flyst á milli ára. Það hefur ekki gerst áður, eftir að þessi kvóti var settur, að kvóti ársins hafi náðst, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals.

Skipin héldu til veiða 28. júní og komu til hafnar í Reykjavík í gær. Stóð vertíðin í 94 daga. „Hún gekk bara vel,“ segir Kristján. „Lélegt skyggni var aðeins að hrella okkur til að byrja með en annars hefur gengið mjög vel í sumar. Mikill hvalur hefur verið á veiðisvæðinu í allt sumar og stutt að sækja.“

Í fyrrasumar voru miklar frátafir frá veiðum vegna langvarandi brælu. Þær aðstæður voru ekki uppi nú. Brælurnar hafa í mesta lagi staðið í einn eða tvo sólarhringa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert