Gífurlegir kraftar í hlaupinu

Jökulhlaup úr eystri Skaftárkatli braut sér leið undan jöklinum snemma í morgun og náði um miðjan dag byggð. Gert er ráð fyrir að hlaupið muni stækka áfram í kvöld og á morgun, en rennslisaukningin í þessu hlaupi er sú mesta sem mæld hefur verið. Telja menn að hlaupið í ár verði eitt það stærsta sem komið hafi í lengri tíma.

Áður en hlaupið hófst var rennsli í ánni um 120 rúmmetrar á sekúndu, en það er heldur meira en venjulega, meðal annars vegna mikilla rigninga. Í dag var rennslið aftur á móti komið yfir 1.500 rúmmetra á sekúndu. Það var því búið að tæplega fimmtánfaldast á hálfum sólarhring. Hlaupvatnið er orðið mjög grátt á lit, eins og sjá má í þessu myndbandi sem Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi að Búlandi, tók í dag. Var áin þá búin að fara yfir varnargarð og slíta í sundur veginn að Skaftárdal. 

Sjá má samanburð á rennslisaukningu í ár og árin 2008, 2006 og 1995 á myndinni hér að neðan sem Veðurstofan deildi á Facebook. 

Skaftárhlaupið kom fram á mælinum við Sveinstind kl. 03:30 í nótt, 1. október. Rennslisaukningin við Sveinstind er hin ö...

Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, 1 October 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert