Framhaldið skýrist eftir helgina

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Meirihlutinn í Fjallabyggð hefur komið saman og farið yfir stöðuna eftir að Magnús Jónasson, oddviti Fjallabyggðarlistans var handtekinn fyrir helgi, grunaður um fjárdrátt.

Fjallabyggðarlistinn og Jafnaðarmenn mynda með sér meirihluta og staðfestir Kristinn Kristjánsson, bæjarfulltrúi Fjallabyggðarlistans, að meirihlutinn hafi komið saman til fundar og farið yfir stöðuna í samtali við mbl.is en RÚV greindi frá því fyrr í kvöld að tilkynnt yrði um framtíð Magnúsar eftir helgi.

Frétt mbl.is: Um umtalsverðar fjárhæðir að ræða

„Við ræddum saman og fórum yfir stöðuna,” segir Kristinn í samtali við mbl og bætir við að framhaldið skýrist strax í byrjun næstu viku.

Hann segir að málið sé í sínum eðlilega farvegi og að fara þurfi eftir stjórnsýslureglum við meðferð málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert