Hringvegurinn ætti að haldast opinn í nótt

Skaftá er í gríðarleg­um ham, svört af aur og æðir …
Skaftá er í gríðarleg­um ham, svört af aur og æðir yfir grasi gróna bakka sína. Ragn­ar Ax­els­son tók þessa mynd við ána í morg­un. Rax / Ragnar Axelsson

Það er merkilega góð staða á jökulhlaupinu sem rennur við hringveginn sem liggur gegnum Eldhraun. Litlar líkur eru á því að veginum verði lokað eins og ástandið er núna, en það gæti aftur á móti komið til á morgun. Þetta segir Ágúst F. Bjartmarsson, hjá Vegagerðinni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

„Það er enn að renna inn í hraunið og það tekur vel við,“ segir hann, en bætir við að enn sé ekkert komið upp á veginn sjálfan. Hann segir allt gerast mun hægar núna, en að rennslið haldi stöðugt áfram.

Jökulhlaupið rennur meðfram veginum á um eins kílómetra kafla, en Ágúst segir að vatnsyfirborðið gæti farið að nálgast veginn í nótt eða á morgun, það verði þó að koma í ljós hversu vel hraunið taki við vatninu. Segist hann heldur eiga von á einhverjum fréttum á morgun en í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert