Rennsli í Skaftá enn eins og við hámark venjulegs hlaups

Vatnsflæðið í Skaftá náði hámarki um hádegið í gær en enn er flæðið eins og við hámark venjulegs flóðs, að sögn Snorras Zóphóníasarsonar, sérfræðings í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.

„Ég óttast að jökulvatnið muni renna fram úr hrauninu í læki í Landbroti. Þetta mun standa í meira en viku og mikið rennsli verður alveg út mánuðinn,“ sagði Snorri.

Tvísýnt er enn um hvort loka þarf hringveginum vegna hlaupsins. Vatn hefur safnast í dyngjur við veginn og ljóst að streyma mun meðfram veginum í nokkurn tíma. Búist er við að það taki nokkrar vikur áður en vatnafar á svæðinu kemst í venjulegt horf á ný.

Lokanir víkkaðar út

Vatn er að safnast í hraun á svæðinu og segir Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurandi, framhaldið líklegast ráðast af því hvað hraunið takið lengi við og hvernig það skili vatninu af sér. Lokanir hafa verið útvíkkaðar og lokað fyrir Fjallabaksleið nyrðri við Hvamm í Skaftártungu vegna flóðsins.

Hlaupið er óvenju stórt að þessu sinni en Snorri Zóphóníasarson telur skýringa á því helst að leita í því hvers vegna vatnið hafi safnast svo lengi saman að þessu sinni án þess að það hlaupi. „Afköstin í jarðhitaplötunni þarna, reiknast mönnum til, er um 1300MW en söfnunarhraðinn á vatninu, þ.e. afköst jarðhitasvæðsins, hefur verið nokkuð stöðugur. Hvernig stóð á því að vatnið hélst svona lengi inni í jöklinum hef ég hins vegar ekki séð skýringu á.“

Svínadalur. Vatnið er farið að ganga nærri bæjum.
Svínadalur. Vatnið er farið að ganga nærri bæjum. Rax / Ragnar Axelsson
Skaftá Skaftárhlaup 2015
Skaftá Skaftárhlaup 2015 Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert