Vilja nýtt listaverk á Klambratúnið

Einar Benediktsson er farinn af Klambratúni að Höfða.
Einar Benediktsson er farinn af Klambratúni að Höfða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Safnstjóra Listasafns Reykjavíkur hefur verið falið að veita umsögn um að nýju útilistaverki verði fundinn staður á Klambratúni í stað höggmyndar af Einari Benediktssyni skáldi sem þar stóð lengi, en var tekin ofan fyrr á þessu ári og flutt að Höfða.

Málið var fyrst reifað á vettvangi hverfisráðs Hlíðahverfis, lagt fram hjá Menningar- og ferðamálaráði í vikunni og er nú komið til umsagnar listasafnsins.

„Klambratún er vinsæll og fjölsóttur staður sem er í raun hjarta Hlíðahverfis,“ segir Margrét Norðdahl, formaður hverfisráðs í samtali við Morgunblaðið. Hún bendir á að í deiglunni hafi verið ýmsar hugmyndir um breytingar á Klambratúni sem eigi að styrkja það í sessi sem útivistar- og fjölskyldusvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert