Rignir áfram mikið

Það hefur rignt mikið í dag og mun rigna áfram
Það hefur rignt mikið í dag og mun rigna áfram mbl.is/Golli

Búist er við mikilli rigningu suðaustan til á landinu í kvöld, nótt og á morgun, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Mjög mikið rennsli er í ám á Suður- og Suðausturlandi. 

Brúin yfir Eldvatn við Ása er lokuð vegna skemmda. Einnig er austasti hluti F208 lokaður vegna Skaftárshlaups.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Suðaustanátt, lengst af á bilinu 10-18 m/s, en víða mun hægari vestantil. Úrkomulítið norðaustanlands, annars rigning, en mikil úrkoma á Suðausturlandi. Lægir í nótt. Suðlæg átt, 3-8 á morgun, en suðaustan 8-15 austantil og áfram verður vætusamt, einkum þó suðaustanlands. Austlægari annað kvöld og víða rigning annað kvöld. Hiti 6 til 11 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s og víða rigning, einkum sunnan- og austanlands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á miðvikudag:
Suðaustan 5-10 m/s og skúrir eða rigning, en bjartviðri um landið N-vert. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Austlæg átt rigning með köflum, einkum austan til á landinu. Þurrt að mestu norðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig.

Á föstudag:
Vestlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á sunnanverðu landinu og á Austfjörðum. Hiti 1 til 6 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt með skúrum, einkum um landið sunnan vert. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert