Á gjörgæslu í þrjár vikur

Slysið átti sér stað á gatna­mót­um Vatns­enda­hvarfs og Ögur­hvarfs.
Slysið átti sér stað á gatna­mót­um Vatns­enda­hvarfs og Ögur­hvarfs. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Líðan hjólreiðamannsins sem lenti í slysi á gatnamótum Vatnsendahvarfs og Ögurhvarfs fimmtudaginn 17. september síðastliðinn er enn óbreytt. Er honum haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans og hefur því dvalið þar í rétt tæpar þrjár vikur. 

Maðurinn er á fimmtugsaldri. Hann var að koma niður akbrautina við Vatnsendahvarf þegar bifreiðinni var ekið í veg fyrir hann og sagði lögregla að slysið hefði verið alvarlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert