Veiðar hafnar á íslensku síldinni

Börkur NK að veiðum.
Börkur NK að veiðum. LJósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir Baldursson

Fyrstu skipin eru byrjuð veiðar á íslenskri sumargotssíld og var reiknað með að Ásgrímur Halldórsson SF landaði rúmlega 200 tonnum á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi.

Skipið hélt til veiða á föstudag og fékkst aflinn í Jökuldýpi út af Snæfellsnesi, en lítið hafði fundist undan Suðausturlandi á leiðinni austur í gær. Jóna Eðvalds SF og Vilhelm Þorsteinsson EA eru einnig byrjuð á íslensku síldinni og voru í gær á leiðinni á miðin í Kolluál og Jökuldýpi.

Fjögur skip voru í gær við veiðar á norsk-íslenskri síld út af Austfjörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert