Varað við ísingu á vegum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Suðvestanlands mun víða frysta í kvöld eða snemma í nótt um leið og léttir til og lægir segir í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Vegir verði blautir eftir skúraleiðingar í dag og ísing kunni að myndast.

Fram kemur að þetta eigi einkum við um svæðið frá Hvolsvelli í austri að Hvalfirði og Akranesi í vestri. Ísing myndist einnig þar sem bleyta er á vegum vestanlands. Með lægð sem komi upp að landinu úr suðaustri fylgi snjókoma á Öxnadalsheiði seint í kvöld og síðar einnig föl á Steingrímsfjarðarheiði, þar sem séu hálkublettir, og á Þröskuldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert