Erum alltaf að slökkva elda

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Við erum alltaf að slökkva einhverja elda. Ef þessum börnum væri hjálpað á meðan þau eru ennþá börn væri hugsanlega hægt að bjarga mörgum frá því að lenda í vanda síðar á ævinni.“

Þetta segir Aðalheiður Bjarnadóttir, móðir þriggja barna sem öll hafa verið greind með geðraskanir. Hún bíður nú eftir að viðeigandi úrræði finnist fyrir það yngsta, dreng á 17. ári.

Hún segist hafa séð þegar hann var mjög ungur að hann þyrfti aðstoðar við, en hann fékk ekki greiningu á vanda sínum fyrr en hann var 15 ára. Fátt sé um úrræði fyrir ungmenni í hans stöðu, sem séu hvorki í skóla né vinnu. Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Aðalheiður ástand sonar síns versna með hverjum deginum á meðan hann fái enga aðstoð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert