Hótaði fólki við Hagamel

Maður var handtekinn í húsi við Ingólfsstræti á tíunda tímanum í gærkvöldi, grunaður um að ógna fólki með hnífi. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu var maðurinn vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn. Um tveimur klukkustundum síðar var maður í annarlegu ástandi handtekinn við Hagamel. Maðurinn er sagður hafa hótað fólki en hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Um hálf þrjú í nótt var maður handtekinn á veitingastað við Austurstræti en hann er grunaður um þjófnað á farsímum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var maðurinn vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert