Breytingar hjá Kvenfélagasambandi Íslands

Frá landsþinginu um helgina
Frá landsþinginu um helgina Af Facebook síðu Sambands sunnlenskra kvenna

Breytingar urðu á stjórn Kvenfélagasambands Íslands á  37. landsþingi sambandsins um helgina. Kjörinn var nýr formaður og einnig nýr varaformaður.

Guðrún Þórðardóttir, kvenfélagi Grímsneshrepps, sem áður var varaforseti, var kjörin forseti Kvenfélagasambands Íslands. Bryndís Birgisdóttir, Kvenfélaginu Ársól á Suðureyri, áður meðstjórnandi, var kjörin gjaldkeri KÍ. Bergþóra Jóhannsdóttir, Kvenfélaginu Hjálpinni í Eyjarfjarðarsveit, var kjörin meðstjórnandi.

Þar sem Guðrún var kjörin forseti þurfti að kjósa varaforseta sem annars eru kjörnir á formannaráðsfundi í mars og var Vilborg Eiríksdóttir, Kvenfélagi Mosfellsbæjar, kjörin varaforseti fram að formannaráðsfundi í mars 2016.

Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu en þær sneru meðal annars að geðheilbrigðismálum barna og unglinga, matarsóun, kennslu í kynjafræði,  áherslur varðandi komu flóttafólks til landsins,  læsisátaki var fagnað o.fl. 

Skipuleggjendur þingsins og þær sem héldu það voru Samband sunnlenskra kvenna en aðilar að því eru öll kvenfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum en þau eru 26 talsins. Alls tóku um 180 kvenfélagskonur þátt í landsþinginu á Selfossi um helgina.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert