Norðurljósaferðir skipa stóran sess í vetrarferðamennsku

Norðurljós við Skútustaði í Mývatnssveit.
Norðurljós við Skútustaði í Mývatnssveit.

Tæplega 43% erlendra ferðamanna sem komu hingað til lands í fyrra yfir vetrarmánuðina fóru í norðurljósaferð.

Ferðamálastofa hóf nýlega könnun á vetrarferðavenjum ferðamanna hér á landi fyrir árið 2015 og vísbendingar eru um að hlutfallið sé svipað. Fjölmörg fyrirtæki bjóða upp á norðurljósaferðir og fjöldi hótela býður upp á norðurljósavakningu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag eru viðmælendur blaðsins á einu máli um að ferðirnar byrji vel. Í Mývatnssveit eru gestir Sel hótelsins vaktir og skráir mikill meirihluti gesta sig í norðurljósavakningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert