Skúrir eða slydduél

Haust í Laugadalnum
Haust í Laugadalnum mbl.is/Árni Sæberg

Það er spáð fremur köldu en í dag verður norðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél norðaustanlands í fyrstu, en annars vaxandi suðaustanátt, 8-15 og rigning sunnan- og vestantil með morgninum. Hægara og úrkomuminna vestantil í kvöld, en bætir í úrkomu syðra. Úrkomulítið norðaustanlands. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig að deginum.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, víða 8-13 m/s, en sunnan 13-18 austast fram undir kvöld. Víða nokkuð vætusamt, einkum þó suðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Vestan 10-15 m/s og slydduél eða skúrir, en hægara og bjartviðri eystra. Hiti 0 til 5 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Suðvestan- og vestanstrekkingsvindur og víða rigning eða þokusúld, en lengst af bjartviðri fyrir austan. Hlýnar talsvert, einkum austanlands.

Á sunnudag:
Hæg suðlæg átt og þokumóða sunnan- og vestanlands, en annars léttskýjað. Áfram milt veður.

Veðurstofa Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert