Fordæmi fyrir Þjórsársvæði

Vatnsréttindi verða skráð sem eign og bera fasteignagjöld
Vatnsréttindi verða skráð sem eign og bera fasteignagjöld mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fljótsdalshérað gæti fengið um 20 milljónir kr. í fasteignagjöld vegna vatnsréttinda Jökulsár á Dal. Hæstiréttur hefur staðfest ákvarðanir stjórnvalda um að vatnsréttindin verði skráð fasteign og verðlögð í fasteignamati. Talið er að dómurinn hafi fordæmisgildi á Þjórsársvæði.

Svo háttar til við Kárahnjúkavirkjun að stöðvarhúsið er innan Fljótsdalshrepps sem fær öll fasteignagjöld af mannvirkinu. Raskið er hins vegar mest á Fljótsdalshéraði.

Meðal annars var Jökulsá á Dal veitt úr farvegi sínum. Landsvirkjun keypti vatnsréttindin undan jörðunum til að geta virkjað. Fljótsdalshérað hefur krafist þess að fá fasteignaskatt af þeim verðmætum og notið til þess stuðnings þjóðskrár og innanríkisráðuneytis en Landsvirkjun hefur varist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert