Tölvupóstunum var eytt

Jónína Lárusdóttir.
Jónína Lárusdóttir.

Þegar sérstakur saksóknari kannaði gildi gjaldeyrisreglna Seðlabankans kom í ljós að tölvupóstum Jónínu S. Lárusdóttur, fv. ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu, hafði verið eytt. Þetta torveldaði athugun á því hvers vegna ekki var aflað lögáskilins samþykkis ráðherra, til að reglurnar veittu viðhlítandi refsiheimild.

Þrátt fyrir athugasemdir umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun 2011 um nauðsyn þessa samþykkis var haldið áfram með rannsókn á hendur fjölda aðila með saksókn í huga.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir umboðsmann Alþingis verða kallaðan fyrir nefndina.

Þar verði m.a. skoðað hver ábyrgð embættismanna sé í málinu og hver reynslan hafi verið af því að fela Seðlabankanum auknar valdheimildir í kjölfar efnahagshrunsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra, vegna málsins.

Hann segir aðspurður að tilefni sé til að skoða auknar valdheimildir Seðlabankans. „Þegar við fáum ábendingar sem þessar frá umboðsmanni verðum við að taka þær alvarlega“ segir Guðlaugur Þór og bendir á ábyrgð embættismanna í málinu. Undan henni verði ekki vikist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert