Með vísindi og rannsóknir að leiðarljósi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði gesti Arctic Circle, Hringborð …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði gesti Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða í Hörpu mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða fyrir fullum sal í Silfurbergi Hörpu í morgun. Forsetinn sagði um að ræða stærstu árlegu samkomu sem haldin væri um málefni norðurslóða og fagnaði því að fulltrúar ríkja, vísindasamfélagsins, félagasamtaka og annarra væru saman komnir til að deila hugmyndum.

Þá sagði hann að með þátttöku viðstaddra hefði á tveimur árum tekist að færa heiminum þennan nýja vettvang til að ræða umsvif mannsins á norðurslóðum. Um væri að ræða öflug skilaboð um að aðilar að hringborðinu ætluðu sér að standa vörð um svæðið.

Um 1.900 fulltrúar frá yfir 50 löndum hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni.

Ólafur Ragnar kom stuttlega inn á dagskrá ráðstefnunnar, sem telur m.a. erindi frá sendinefnum Þýskalands og Kína, en einnig viðburði þar sem samtök á borð við World Wildlife Fund munu koma skilaboðum sínum og viðvörunum á framfæri. Þá sagði forsetinn að vísindi og rannsóknir væru leiðarljós í öllum umræðum um norðurslóðir og sagði að verið væri að skoða að mynda starfshópa til að móta framtíðarhugmyndir um svæðið.

Hann sagði hið árlega hringborð styrkja samvinnuna um norðurslóðir og vakti athygli á því að dagsetningar hefðu þegar verið ákvarðaðar fyrir ráðstefnuna allt til 2018.

Þegar forsetin hafði lokið erindi sínu steig á svið Albert II, prins af Mónakó, sem þakkaði Ólafi fyrir að bjóða sér til þátttöku í hinum mikilvægu umræðum um málefni norðurslóða. Hann sagði svæðið löngum hafa verið sér hugleikið, þrátt fyrir fjarlægð Mónakó.

Prinsinn sagði sínar fyrstu minningar um aðkomu fjölskyldu sinnar að málefnum norðurslóða tengjast langafa sínum, Albert I, sem ferðaðist þangað fjórum sinnum. Hann ítrekaði þakkir sínar til Ólafs Ragnars, um forystu hans í málefnum norðurslóða og máttuga rödd.

Mikilvægt að koma á verndarsvæðum

Albert ræddi um þau tækifæri sem svæðið hefði upp á að bjóða en einblíndi einkum á þær hættur sem steðja að. Hann sagði heiminn allan standa andspænis mikilli umhverfisvá sem kallaði á lausn af sömu stærðargráðu. Prinsinn sagði að taka þyrfti á málum á vettvangi marghliða samvinnu, t.d. Sameinuðu þjóðanna, en einnig meðal samtaka og almennra borgara. Þá sagði hann mikilvægt að samfélög á norðurslóðum kæmu að málum.

Prinsinn sagði ábyrgðina sameiginlega og kallaði eftir staðbundinni og alþjóðlegri samvinnu. Loftslagsbreytingar væru stærsta ógnin sem steðjaði að norðurslóðum og sagði m.a. mikilvægt að koma á stórum verndarsvæðum til að tryggja líffærðilega fjölbreytni.

Hann sagði eina leið að byggja á og auka þá löggjöf sem fyrir er. Hann kom inn á loftslagsráðstefnuna í París í desember og sagði að allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að ná skuldbindandi samkomulagi um að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Hættur þeirra fælust m.a. hækkandi hitastigi sem myndi hafa áhrif á viðkvæm vistkerfi en aðrar hættur væru m.a. súrnun sjávar. Prinsinn sagði mikilvægt að auka vísindalega þekkingu.

Hann sagði hætturnar sem steðja að kalla á breytt efnahagsmódel og áherslu á hreina orku en vegurinn framundan væri langur, ekki síst í ljósi efnahagslegrar óvissu. Hann sagði að vinna þyrfti að kolefnalausu efnahagslífi og sagði fyrirtæki skilja að langtímahagsmunir gætu ekki falist í eyðileggingu auðlinda. Albert talaði um tækifæri til að ná sáttum milli manns og náttúru en undir væru hagsmunir komandi kynslóða. Hann sagði að fólki væri annt um framtíðina, framtíð barna sinna, og kallaði eftir öðru módeli. Hann lagði áherslu á að allar viðræður næðu til samfélaga á svæðinu og að standa þyrfti vörð um menningu þeirra og sjálfræði.

Prinsinn sagði norðurslóðir kalla á samvinnu allra aðila en framtíð svæðisins væri ein stærsta og bráðasta áskorunin sem maðurinn stæði frammi fyrir.

Albert fursti af Mónakó var meðal ræðumanna á Arctic Circle, …
Albert fursti af Mónakó var meðal ræðumanna á Arctic Circle, Hringborði Norðurslóða í Hörpu í morgun mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert