Beittir fjárkúgun af huggulegum manneskjum

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund

Lögreglu hafa borist nokkrar tilkynningar um fjárkúganir, en allar eiga þær það sameiginlegt að beinast gegn karlmönnum sem hafa átt í innilegum samskiptum við aðila af hinu kyninu gegnum samskiptamiðlana, Facebook og síðan Skype.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu:

„Fjárkúgunin fer þannig fram að hugguleg manneskja byrjar að vingast karlana á Facebook og þau samskipti verða síðan af kynferðislegum toga og færast yfir á Skype. Þetta reynist síðan vera tekið upp og í framhaldi er viðkomandi hótað að dreifa upptökunum til vina og vandamanna nema að greiðsla sé innt af hendi.

Við hvetjum því fólk til að gæta sérstaklega að sér, þegar kemur að samskiptum við ókunnuga gegnum samskiptamiðla ýmiskonar og gera alltaf ráð fyrir að allt sem framkvæmt er geti verið tekið upp. Lögreglan vill minna fólk á að inna aldrei af hendi neinar greiðslur og láta lögreglu vita í öllum tilvikum þar sem slíkar hótanir hafa borist.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert