Ísland ítrekað falboðið en of lítils virði

Danir reyndu að selja landið, Bretar að hertaka það og …
Danir reyndu að selja landið, Bretar að hertaka það og Bandaríkjamenn að kaupa það, segir Hannes Hólmsteinn. mbl.is/Styrmir Kári

„Það hafa fáir gert sér grein fyrir því að Danakonungar reyndu að minnsta kosti fjórum sinnum að selja Ísland,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, um fyrirlestur sem hann hélt á kynningu á rannsóknum á félagsvísindasviði Háskóla Íslands í gærdag. 

„Það voru gerðar þrjár skýrslur í Bretlandi um að hertaka Ísland og það var gerð ein skýrsla í Bandaríkjunum um að kaupa Ísland og í móðuharðindunum var talað um að rýma landið,“ bætir Hannes við í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í umræðum var því velt upp hvort það hefði verið Íslandi gott eða slæmt að heyra undir Danakonung. Taldi Hannes líklegra að íslensk tunga hefði tapast hefðum við heyrt undir Breta en Dani. Vera landsins undir veiku stórveldi hefði í raun verndað tungumálið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert