Lífsgæðin næstmest á Íslandi

mbl.is/Styrmir Kári

Mest lífsgæði er að finna í Noregi samkvæmt árlegri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) „Better Life Index“ en í öðru sæti á listanum er Ísland. Sviss er í þriðja sæti og Ástralía númer fjögur. Fimmta sætið verma Bandaríkin og það sjötta Kanada. Þá koma Svíþjóð, Holland, Nýja-Sjáland og Danmörk.

Frá þessu var greint á fréttavef Huffington Post í gær. Fram kemur í fréttinni að Ísland sé þekkt fyrir fallegt umhverfi og norðurljósin. Þá sé hér á landi að finna hreinasta kranavatnið í heiminum. Einnig er minnst á jöklana og snæviþakta tinda landsins. Íbúarnir séu fremur sáttir við lífið og tilveruna. Þannig gefi Íslendingar lífsánægju sinni einkunnina 7,5 að meðaltali á kvarðanum 0-10. Heimsmeðaltalið sé 6,6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert