Göngutúrar í stað sálgreiningar

„Ég gekk mikið um og söng eins hátt og ég gat. Ég held að margir Íslendingar geri þetta. Þú ferð ekki í kirkju eða til sálgreinis; þú ferð í göngutúr og þér líður betur,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um æsku sína og samlanda í viðtali við Guardian.

Blaðamaður Guardian, Laura Barton, ræddi við Björk og rithöfundana Andra Snæ Magnússon og Auði Jónsdóttur í Reykjavík, og heimsótti m.a. Gljúfrastein.

Til að skilja tónlist og bókmenntir Íslands þarf maður að skilja þjóðarandann, skrifar Barton.

„Íslenska þjóðarsálin snýst um þörfina fyrir viðurkenningu,“ hefur hún eftir Andra Snæ. „Hún metur sig ekki æðri, þetta er ekki hugarfar víkinga, þetta snýst um að hljóta þá viðurkenningu að vera metin til jafns við það sem finnst erlendis,“ segir hann.

Björk og tónlist hennar hafi verið það fyrsta sem Íslendingar áttu fyrstir; sem aðrir hermdu eftir.

„Hann viðhafði alltaf sömu rútínuna,“ segir Auður um afa sinn Halldór Laxness. „Hann vaknaði, snæddi morgunverð klukkan 9, fór upp og vann í tvo eða þrjá tíma, og síðan fór hann út og gekk um klukkustundum saman. Stundum skilaði hann sér ekki tilbaka og þau þurftu að hringja á lögregluna,“ segir hún.

Grein Barton fyrir Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert