Hægt að kjósa í Reykjanesbæ

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Rafræn íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík er í fullum gangi. Greint var frá því í morgun að ekki væri hægt að kjósa sökum bilunar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ var ekki um bilun að ræða heldur var röng slóð sett á bak við tengla sem virkuðu þar af leiðandi ekki sem skyldi.

„Allt er komið í lag núna og allar slóðir réttar á þeim stöðum sem vísað er í kosningakerfið frá Reykjanesbæ,“ segir í tilkynningu.

Kosningin hófst í nótt og gefst íbúum kostur á að kjósa til 02:00 þann 4. desember og eins oft og hver vill, ef skoðanir kunna að breytast eftir að kosið hefur verið.

Svarvalmöguleikar eru tveir, hlynntur eða andvígur deiliskipulagsbreytingunni. Ef merkt er við hvorugt og haldið áfram innan kerfis jafngildir það að skila auðu. Gott er fyrir kjósanda að vera búinn að ganga úr skugga um að hann sé á kjörskrá og sækja um Íslykil eða rafrænt skilríki eigi hann hvorugt, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert